GRÆNAR FRAMLEIÐSLULAUSNIR OG EFNAVÖRUR

LÍFALKÓHÓL OG BÍÓ-GLÝKÓL

Efnaferli hefur þróað ferillausn eða framleiðsluaðferð þar sem hrávöru úr lífmassa er umbreytt í verðmætar efnavörur, glýkól og alkóhól. Vinnsluferlið þarfnast tölverðs varma en tiltölulega lítillar raforku, nema í því tilviki aðstæður krefjist framleiðslu á vetni með rafgreiningaraðferðum. Aðalafurð úr slíku ferli er 1,2 Propyleneglycol(PG) sem er m.a. notað í afísingarvökva á flugvélar, framleiðslu á plastbindimassa fyrir trefjagler til framleiðslu á bátsskrokkaum og ýmissa burðareininga. Einning er PG notað í krem, sjampó og hreinlætis- og snyrtivörur.

Fyrirtækið rekur tilraunastöð í vetnunartækni þar sem grunnþættir tækninnar eru reynir og álagsprófaðir. Í slíkum tilraunakerfum er einnig hægt að mæla hrávörunotkun, nýtingu og afurðamynstur. Langtímatilraunir sem standa yfir í marga mánuði eða ár eru öllu jafnan lagðar til grundvallar áður en tækni telst markaðshæf.

Frekari upplýsingar um Efnaferli og G2G tæknina er hér að finna G2G-Glycerine To Glycols.